Í þýðingu - koma út eftir áramót:

Fokið í flest skjól verður nafnið á íslensku þýðingunni á The Final Retreat eftir Stephen Hough. Bókin fjallar um kaþólskan prest sem missir sig í lystisemdum holdsins og verður háður þjónustu vændisdrengja.  Stephen Hough er heimsþekktur píanóleikari, auk þess að vera liðtækur listmálari. Þetta er fyrsta skáldsaga hans, kom út 2018.

Konurnar báru nöfn verður líklega heiti bókarinnar Names of the Women eftir Jeet Thayil. Þetta er saga kvenna sem gerðust fylgjendur Krists og spiluðu stórt hlutverk í sögu hans en þeirra er sjaldnast getið með nafni í Nýja testamentinu. Höfundur fléttar hér saman skáldskap og sögulegar heimildir og útkoman er snilld. Jeet Thayil er Indverji, mjög fjölhæfur listamaður, ljóðskáld, rithöfundur, tónlistarmaður og fleira. Hann hefur sent frá sér 3 skáldsögur, sú fyrsta var Narcopolis og byggir á reynslu hans sem fyrrverandi fíkill. Names of the Women kemur út erlendis fyrir næstu páska og á íslensku á sama tíma. 

WIX-Ari Blöndal