Í vinnslu hjá Hringaná

Þegar nóttin sýnir klærnar, nýr íslenskur spennutryllir sem gerist í Mosfellsbæ, fyrsta skáldsaga Ólafs Unnsteinssonar, kemur út í sumar. 
Skelfingin (The Terrible) eftir Yrsu Daley-Ward kemur líka út í sumar. Þetta er berorð uppvaxtar- og þroskasaga Yrsu sem ýmislegt hefur starfað s.s. skrifstofustúlka, söngkona, fyrirsæta, kjöltudansari, fylgdarkona og ljóðskáld. Uppsetning bókarinnar er ljóðræn á köflum.  
Nú er þér óhætt að fara heim (You Can Go Home Now) eftir Michael Elias. Sakamálasaga með passlegum húmor. Segir af Ninu Karim rannsóknarlögreglukonu sem rannsakar nokkur morðmál sem tengjast ákveðnu kvennaathvarfi. Útgáfutími óákveðinn.