Í vinnslu hjá Hringaná

Í þýðingu, kemur út í byrjun 2023:

Hér er bara gott fólk (All Good People Here) eftir Ashley Flowers. Kemur út á ensku í ágúst 2022.

Margot, ung og upprennandi blaðakona, flytur aftur í heimabæ sinn til að annast heilabilaðan frænda. Þegar hún var sex ára var jafnaldra hennar og vinkona myrt á hryllilegan hátt. Núna, 25 árum seinna, er önnur lítil stúlka myrt í nágrenninu. Margot rennur blóðið til skyldunnar og fer að rannsaka málið. Í ljós kemur að ekkert er sem sýnist.