Í vinnslu hjá Hringaná

Nú er þér óhætt að fara heim (You Can Go Home Now) eftir Michael Elias er í þýðingu. Sakamálasaga með passlegum húmor. Segir af Ninu Karim rannsóknarlögreglukonu sem rannsakar nokkur morðmál sem tengjast ákveðnu kvennaathvarfi. Nina á sjálf óuppgert mál frá táningsárum sínum en faðir hennar var myrtur af leyniskyttu, öfgasinnuðum andstæðingi þungunarrofs. 

Útgáfutími í byrjun árs 2022.