Í vinnslu hjá Hringaná

Nú er þér óhætt að fara heim (You Can Go Home Now) eftir Michael Elias. Sakamálasaga með passlegum húmor. Segir af Ninu Karim rannsóknarlögreglukonu sem rannsakar nokkur morðmál sem tengjast ákveðnu kvennaathvarfi. Nina á sjálf óuppgert mál frá táningsárum sínum en faðir hennar var myrtur af leyniskyttu, öfgasinnuðum andstæðingi þungunarrofs. Nú er þér óhætt að fara heim er spennusaga um ofbeldi, niðurlægingu, heiður, morð og hefndarþorsta.

Kverkatak eftir Kára Valtýsson er nýr íslenskur sálfræðitryllir. Áður hefur Sögur útgáfa gefið út tvær skáldsögur hans Hefnd (2018) og Heift (2019). 
Þetta eru mistök! Þannig hefur okkur öllum liðið einhvern tímann. Eins og allt sem við gerum, segjum eða hugsum, sé bara helvítis mistök. En ég leyfi mér að fullyrða að þú, já þú! hafir ekki grafið lík í Leiruvogi, haldið framhjá konunni þinni og sagt upp starfinu þínu allt í sama mánuðinum. Þetta gerði ég. Og það kostaði mig allt.

Kæri læknir (eða Saga um tittling) (The Appointment (or A Story of a Cock)). Höfundur Katharina Volckmer.
Á læknastofu í London opnar ung kona sig fyrir lækninum sínum, Seligman. Þótt hún sjái varla í höfuð hans heldur hún einræðu um líf sitt og þrár og strögl varðandi hver hún er. Hún fæddist og ólst upp í Þýskalandi og hefur búið í Englandi í nokkur ár, staðráðin í að slíta sig frá fjölskyldu sinni og uppruna. Í hárbeittri og kaldhæðinni einræðu sinni fer hún m.a. með lesandann í ferð um uppvöxt sinn í Þýskalandi og heima stórfurðulegra kynlífsóra.

Komdu nær (Come Closer). Höfundur Sara Gran.

Óútskýranleg hljóð heyrast í húsinu, skrítnir atburðir gerast í vinnunni, endurteknir draumar um seiðandi en skelfilega kvenveru sem kallast Naamah. Eru þetta merki um geðveiki eða er Amanda, sem starfar sem arkitekt og telur sig hamingjusamlega gifta, óafvitandi hýsill kvendjöfuls aftan úr forneskju? 

Og síðast en ekki síst er ný ljóðabók frá Ragnari H. Blöndal, Óskalög hommanna


Útgáfutími þessara 5 bóka verður í byrjun árs 2022.
Nú er þér óhætt forsíða.jpg
Kápa forsíða.jpg
Forsíðan.jpg
Óskalög .jpg