top of page

Í vinnslu hjá Hringaná

Sálmabók hommanna - ný ljóðbók eftir Ragnar H. Blöndal kemur út í byrjun 2023:

24_RAGNAR_Sálmabók_Hommanna_FC.jpg
Sálmabókin bls. 1 (002).jpg

Í þýðingu, kemur út í byrjun 2023:

Hér er bara gott fólk (All Good People Here) eftir Ashley Flowers. Kom út á ensku í ágúst 2022.

Margot Davies, ung og upprennandi blaðakona, flytur aftur í heimabæ sinn til að annast heilabilaðan föðurbróður sinn. Þegar hún var sex ára var jafnaldra hennar og vinkona myrt á hryllilegan hátt. Núna, 25 árum seinna, er önnur lítil stúlka myrt í nágrenninu. Margot rennur blóðið til skyldunnar og fer að rannsaka málið og kemst að því að ekkert er sem sýnist.

Ný íslensk skáldsaga, kemur út í byrjun 2023:

Hús hinna sívölu ganga  önnur skáldsaga Ólafs Unnsteinssonar.  

Árið 1991 voru framin hrottaleg morð í Mosfellsbæ. Þau hlutu viðurnefnið skæramorðin og morðinginn fannst ekki. 29 árum síðar eru samvaxnir tvíburar í rannsóknum á Reykjalundi þegar upp hefst önnur hrina skæramorða á staðnum. 

bottom of page