
Nýjustu bækurnar okkar:
Stutt saga sem Ragnar H. Blöndal skrifar handa ungum börnum og Hlíf Una Bárudóttir lýsir með myndum sem lengi má sjá eitthvað nýtt í, svo gífurlega margt er þar á kreiki.
Í grunninn er sagan hugleiðing um nokkuð sem er dálítið öðruvísi en flestir eiga að venjast, eins konar dæmisaga, annars vegar um það sem liggur í augum uppi og hins vegar það sem hægt er að fela.
Þessi nýja ljóðabók er í ætt við nokkrar fyrri bækur höfundar, Óskalög hommanna (2022), Sálmabók hommanna (2023) og Maðurinn í speglinum (2024).
Enn á ný yrkir Ragnar H. Blöndal lofsöngva til karmannslíkamans og kryddar þá með þekktum minnum úr goðsögum og heimsbókmenntum.
Barnið sem Ögn fæðir á margt skyldara með uglu en mennsku barni og nærist því og leikur sér á annan hátt en við eigum að venjast. Pabbi hennar vill láta „leiðrétta“ barnið og af þeim sökum eru reynd ýmis lyf og sérskólar.
Chouette var á langlistanum yfir bækur tilnefndar til Pen/Faulkner-verðlaunanna og hlaut alþjóðlegu William Saroyan-verðlaunin árið 2022.
Höfundurinn, Claire Oshetsky, hefur látið hafa eftir sér að Chouette byggi á eigin reynslu af því að ala upp einhverfa dóttur en hán á tvö uppkomin börn.
Skáldsaga þessi er á stundum í anda absúrd-leikhúss og óraunverulegra kvikmynda og hefur henni verið líkt við skrif Franz Kafka. Að mati þýðandans er Chouette ekki síst í anda Svövu Jakobsdóttur.