
Nýjustu bækurnar okkar:
Komu út 11. maí:
Hvítserkur - sakamálasaga eftir Maríu Siggadóttur:
Maður nokkur finnst myrtur í heimahúsi og við rannsókn málsins blandast atburðarásin saman við smygl á eiturlyfinu Vermaak, einhverju hættulegasta eiturlyfi sem vitað er um. Hera Hallvarðsdóttir rannsóknarlögreglukona og félagar hennar, sem annast rannsókn málsins, hafa í mörg horn að líta. Spennusaga sem heldur lesandanum í óvissu fram á síðustu stundu.
María Siggadóttir, sem hefur skrifað ljóð og sögur frá barnsaldri, býr fyrir austan fjall og starfar við umönnun. Hvítserkur er fyrsta spennusaga höfundar en önnur er í vinnslu ásamt fleiri sögum og ljóðum
Tíminn sem týndist (The Missing Hours) - sakamálasaga eftir Juliu Dahl:
Claudia Castro er 19 ára listhneigður nýnemi í háskóla. Hún hefur allt til að bera: fræga fjölskyldu, digran sjóð og þúsundir fylgjenda á Instagram. En eitt örlagaríkt kvöld er henni byrlað ólyfjan og nauðgað af tveimur karlmönnum.
Claudia Castro hyggur á hefndir.
Sagan er sögð frá sjónarhóli sjö helstu sögupersónanna.
Julia Dahl, sem fædd er og uppalin í Fresno í Kaliforníu, býr nú í Hudson-dal í New York-ríki. Hún er fyrrverandi blaðamaður og kennir í New York-háskóla.

