top of page

Nýjustu bækurnar okkar:

Samvöxnu tvíburarnir Myrra og Lotta leita skjóls á Reykjalundi undan ofstækisfullum föður þeirra og sértrúarsöfnuðinum sem hann leiðir. Þar vonast þær til þess að finna vísbendingar um blóðmóður þeirra í skiptum fyrir hættulega skurðaðgerð. En óafvitandi setur það af stað atburðarás sem verður neistinn að því að endurvekja óleystu, dularfullu skæramorðin sem legið hafa í dvala í þrjá áratugi. Núna verða þær ekki aðeins að finna sannleikann um ætterni sitt heldur líka forðast að verða næstu fórnarlömb skæramorðingjans.

Margot Davies, ung og upprennandi blaðakona, flytur aftur í heimabæ sinn til að annast heilabilaðan föðurbróður sinn. Þegar hún var sex ára var jafnaldra hennar og vinkona myrt á hryllilegan hátt. Núna, 25 árum seinna, er önnur lítil stúlka myrt í nágrenninu. Margot rennur blóðið til skyldunnar og fer að rannsaka málið og kemst að því að ekkert er sem sýnist.

Í Sálmabók hommanna er aðallega sungið um samfélag karlmanna og holdsins lystisemdir en stundum um helgidóma andans líka.

bottom of page