Nýjustu bækurnar okkar:

Corpus_Delicti_Cover.jpg

Corpus delicti - Sögur úr táradalnum eftir Ragnar H. Blöndal

Corpus delicti er þriðja ljóðabók skáldsins sem Hringaná gefur út – á þremur árum.

Að þessu sinni fjalla flest ljóðanna um sára reynslu fólks af öðru fólki.

Um alls konar fólk er að ræða, bæði fullorðna og börn,

og einstaka sinnum er ljóðmælandinn sjálfur kvalarinn.

Forsíða.jpg

Ég var læknir í Auschwitz eftir Gisellu Perl

Dr. Gisella Perl, ungverskur gyðingur, upplifði margt af því versta sem hægt er að hugsa sér á þessari jörð. Hún var ekki bara fangi heldur starfaði hún líka sem læknir í Auschwitz, alræmdustu útrýmingarbúðum nasista. Hún var látin stunda lækningar undir stjórn Dr. Josefs Mengele en án allra nauðsynlegra tækja, lyfja og hreinlætis. Orð hennar, úthugsunarsemi og manngæska björguðu lífi þúsunda kvenna.

Fokið forsíða.jpg

Fokið í flest skjól eftir Stephen Hough

Hér segir frá Joseph Flynn, kaþólskum presti á miðjum aldri sem ánetjast hefur kynlífi með hórdrengjum. Hórdrengirnir eru margvíslegir, flestir ungir, jafnvel fjölskyldufeður, sumir eru háðir eiturlyfjum og geta verið skeinuhættir. Hér er á ferðinni áhugaverð saga, hvort tveggja í senn hugleiðing um trúmál og berorð hommasaga.

Konur forsíða.jpg

Konurnar báru nöfn eftir Jeet Thayil

Sagan endursegir sögur úr Nýja testamentinu frá sjónarhóli kvenna en í gegnum tíðina hefur lítið verið gert úr þætti þeirra, þagað yfir honum eða hann látinn gleymast. Þetta er saga Krists séð með augum kvennanna sem stóðu með honum allt til enda þegar lærisveinar hans höfðu yfirgefið hann. 

Bókin kemur út á íslensku 25. mars, sama dag og hún kemur út á frummálinu.

Smelltu á bókarkápu fyrir nánari upplýsingar