María Siggadóttir, sem hefur skrifað ljóð og sögur frá barnsaldri, býr fyrir austan fjall og starfar við umönnun. Hvítserkur er fyrsta spennusaga höfundar en önnur er í vinnslu ásamt fleiri sögum og ljóðum
Kári Valtýsson er starfandi lögmaður sem býr ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum í Reykjavík. Fyrri skáldsögur Kára eru Hefnd (2018), sem var tilnefnd til Blóðdropans, og Heift (2019)
Ólafur Unnsteinsson er menntaður í sálfræði og hefur unnið sem ráðgjafi á heilbrigðissviðinu undanfarin ár. Hann býr ásamt varðkettinum Mosa í Mosfellsbæ og þar stunda þeir félagar fuglaskoðun og heimspeki ásamt því að leysa gömul morðmál.
Unnur Lilja Aradóttir er fædd árið 1981. Hún er að mestu leyti alin upp í Breiðholti en býr nú ásamt eiginmanni og þremur börnum á Álftanesi. Unnur er menntuð sem sjúkraliði og hefur starfað við umönnun síðastliðin tuttugu ár. Hún notar frítíma sinn til að skrifa en Einfaldlega Emma var hennar fyrsta skáldsaga. Birta, ljós og skuggar kom í kjölfarið og 2021 vann hún Svartfuglinn fyrir Höggið sem Bjartur-Veröld gaf út.