Ari Blöndal Eggertsson
Framkvæmdastjóri og aðalþýðandi
Myndina góðu tók vinkona okkar, Sólveig M. Jónsdóttir.
Ragnar H. Blöndal
Formaður
Þessa mynd af ljóðskáldinu, auk upphafsíðumyndarinnar, tók vinur okkar, Odd Stefan.
Louise Alison Page
Aðalhönnuður
Lou, sem er ótrúlega snögg og vandvirk, á og rekur fyrirtækið Lobster!Lobster Graphic Design í Littlehampton á Englandi.
Við gætum ekki staðið í bókaútgáfunni án hennar. Skál!
Hlíf Una Bárudóttir
Myndskreytir
Við Hringanáarliðar, sem iðulega vöndum val okkar á samstarfsfólki, vonumst til að eiga Hlíf Unu alltaf að.
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Verndari Hringanáar
Ég legg svo á og mæli um
að Hringaná verði lítið stórveldi
sem færir aðstandendum sínum
ómælda gleði og skemmtilegheit
Venus as a boy
Lagerstjóri
Fyrri „eigendur“ lagerstjórans héldu Venus vera karlmannsnafn. Við köllum hann því Venus as a boy (og vitnum auðvitað í Björk).
Lagerstjórinn býr við fötlun, án þess að gera sér grein fyrir því sjálfur, sem á fræðimáli nefnist Radial hypoplasia. Hann heldur sig því innandyra og hefur vökult auga með bókunum. Venus er líka meindýraeyðirinn okkar.