top of page

Hinsegin bækur

Hringaná gefur út hinsegin bókmenntir með stolti 

Skáldsaga um náunga sem býr að sárri reynslu en er hamingjusamur í dag. Hann á eiginmann sem hann dáir og nokkra perluvini sem hann sér ekki sólina fyrir. En hversu lengi fékk Adam að dvelja í Paradís?

_edited.jpg
Corpus_Delicti_Cover.jpg
Hermdu mér forsíða.jpg
Bókarkápa forsíða.jpg
Morð forsíða.jpg
Maður forsíða.jpg

Morð er morð er morð (Murder is Murder is Murder) eftir Samuel M. Steward 

segir hvernig Gertrude Stein og Alice B. Toklas, eitt frægasta lesbíupar sögunnar, leysa morðmál. 

Samuel M. Steward var prófessor í enskum bókmenntum en gerðist síðar húðflúrari og skrifaði hommaklámsögur. Hann skrifaði aðra bók, The Caravaggio Shawl, um Gertrude og Alice en hún hefur ekki verið þýdd á íslensku. 

Maður einn (A Single Man) eftir Christopher Isherwood segir frá George, háskólaprófessor, sem nýlega hefur misst maka sinn, Jim, í bílslysi. Ævifélagi Isherwood var Don Bacardi og sagt er að sagan fjalli um hann sjálfan og hvernig hann hugsaði sér líf sitt missti hann Don. 

Hringaná hefur gefið út fimm ljóðabækur eftir Ragnar H. Blöndal. Ragnar er eigandi Hringanáar á móti manni sínum Ara Blöndal Eggertssyni. 

Skelfingin forsíða low.jpg
Fokið forsíða.jpg

Fokið í flest skjól (The Final Retreat) eftir Stephen Hough segir frá kaþólskum presti sem ánetjast kynlífi með hórdrengjum. Þetta er berorð saga og undirtónninn er togstreyta milli trúarkenninga og mannlegrar náttúru.

Stephen Hough er heimsþekktur konsertpíanisti. Að auki er hann tónskáld, listmálari og rithöfundur. Þetta er hans fyrsta skáldsaga.

Skelfingin (The Terrible) eftir Yrsu Daley-Ward er berorð uppvaxtar- og þroskasaga Yrsu sem ýmislegt hefur starfað s.s. skrifstofustúlka, söngkona, fyrirsæta, kjöltudansari, fylgdarkona og ljóðskáld. 

bottom of page